TÆKNI

Grindarbyggingaraðferðir eru í stöðugri þróun sökum örrar þróunar nútímatækni. Lausnir sem eru notaðar í dag gera timburbyggingum kleift hvað varðar uppsetningarhraða og endingartíma að keppa við steypu- og múrsteinsbyggingar með því að stytta þann tíma sem tekur að koma fjárfestingunni í verk. Timburgrindarplötur sem eru notaðar fyrir byggingar eru tiltölulega léttar og af þeim sökum er ekki þörf á traustum grunni sem dregur úr heildarkostnaði byggingar. Í verksmiðjum okkar notum við tvær tækniaðferðir til þess að búa til veggjaeiningar. Það er annaðhvort tækni sem notast við krosslímt timbur (CLT) eða tækni sem notast við timburgrind. Hér fyrir neðan gefum við mikilvægustu upplýsingar um hverja aðferð.

WOODEN GARDEN ROOM

KROSSLÍMT TIMBUR (CLT)

CLT er viðarplata sem er sett saman úr nokkrum lögum af þéttum fjölum. Hvert lag af fjöl liggur vanalega lóðrétt gagnvart næstu lögum og er vanalega límt á breitt yfirborð hverrar plötu á samhverfan hátt svo að öll ytri lög hafi sömu stefnu. Venjulegt timbur er misátta sem þýðir að eðliseiginleikar breytast í samræmi við stefnu afls gagnvart stefnu viðartrefja. Platan getur náð bestu stífni í báðar áttir ef öll lög timburs eru límd saman hornrétt.



KOSTIR VIÐ AÐ NOTA
KROSSLIMT TIMBUR,
SEM BYGGINGAREFNI:

Sveigjanleiki við hönnun – Krosslímt timbur hefur marga notkunarmöguleika. Hægt er að nota það í veggi, þök og loft. Auðvelt er að auka þykkni viðarplötu með því að bæta við fleiri lögum og lengd viðarplötu er hægt að auka með því tengja saman viðarplötur.
Vistvæn framleiðsla – Krosslímt timbur er endurnýtanlegt, grænt og sjálfbært þar sem það er gert úr timbri og brennir ekki jarðefnaeldsneyti í framleiðslu.
Einingaframleiðsla – Hægt er að framleiða í heild sinni gólf og veggi úr krosslímdu timbri áður en þau koma á byggingarstað sem styttir framkvæmdatíma og getur mögulega dregið úr almennum kostnaði.
Varmaeinangrun – Þar sem platan er gerð úr mörgum timburlögum getur varmaeinangrun krosslímds timburs verið mjög mikil sem fer þó einnig eftir þykkt hennar.
Krosslímt timbur er tiltölulega létt í vöfum: Undirstöður þurfa ekki að vera mjög stórar og vélar sem þurfa að vera á staðnum eru minni en þær sem þörf er á til þess að lyfta þungum byggingarefnum.

FRAMLEIÐSLA

Ferlið felur í sér nokkra áfanga:
-Greining á byggingaverkefni
-Aðlögun hönnunar að timburkerfi CLT
-Ramleiðsla á krosslímdum timburplötum
-Könnun á efni sem hefur verið framleitt
-Tæknilegar upplýsingar um uppsetningarferli
-Ráðstafanir gerðar til þess að verja timburplötur fyrir veðurfarsskilyrðum í flutningi
-Feerming
-Undirbúningur framleiðslugagna og flutningur eininga á uppsetningarstað
-Byggingar eru settar upp á u.þ.b. viku frá því að einingar eru afhentar

Einingahús eru sérstök gerð húsa sem eru framleidd fyrirfram á stað utan byggingasvæðis.



FRAMLEIÐSLA EININGA

Einingar húss (veggir, loft, þaksperra) verða til í verksmiðju. Þessi lausn er betri en hefðbundnar lausnir þar sem:

  • Hún flýtir mikið fyrir smíði hússins

  • Veðurfarsþættir eins og rigning og snjór hafa ekki áhrif á framleiðsluferlið

  • Framleiðsla húseininga er framkvæmd af mikilli nákvæmni sem auðveldar frágangsvinnu

Framleiðsla einingahúsa tekur að jafnaði 3-19 daga. Það tekur aðeins nokkrar klukkustundir að setja upp slík hús. Af þessum sökum aukast stöðugt vinsældir einingahúsa úr timbri.

VEGGIR

Veggjaeiningar eru pressaðar saman með notkun þrýstiloftsborðs sem gæðir þær einstökum þéttleika og stífni. Stífni tilbúinnar grindar er aukin báðum megin með byggingarplötum. Fyllt er upp í innri veggi með lagi af varmaeinangrun úr steinull. Einnig eru útbúnar leiðslur og rör fyrir rafmagn og pípulagnir.
Á veggina eru settir upp ytri veggir og gluggasyllur til þess gæta reglunnar um hlýja uppsetningu og notuð þenslusamskeyti og sérstakir kragar. Á ytri veggi byggingar er sett ytri yfirlag. Oftast eru notaðar: Útveggjaplötur úr timbri, trapisulagaðar járnplötur og gifs ofan á aukalag af einangrun.



GÓLF

Timburbitar eru sagaðir í samræmi við framleiðsluteikningar og snúið upp á þá þannig að þeir myndi loftklæðningu.
MFP eða OSB byggingarplata er skrúfuð föst við tilbúna timburgrind. Loft í herbergjum er síðan hljóðeinangrað með steinull. Timburgrind fyrir GKF plötur er negld föst við þakvirki.



ÞAK

Timburbitar fyrir þakvirki eru sagaðir í samræmi við framleiðsluteikningar. Í verksmiðjunni slípum við og málum sýnilega hluta þakvirkisins. Þakvirkið er sett beint upp á byggingasvæði.