EININGAHÚS ÚR TIMBRI

EININGAHÚS ÚR TIMBRI


FRAMTÍÐIN ER HANDAN VIÐ HORNIÐ

FRAMTÍÐIN ER HANDAN VIÐ HORNIÐGÁMAHÚS

Auðvelt er að setja saman og flytja gámahúsin okkar. Þau eru upplýst, hagnýt, praktísk og uppfylla allar óskir þínar. Þau geta einnig verið hentug sem skrifstofa og eða til persónulegra nota. Auðvelt er að laga þau að þörfum þínum vegna sveigjanleika þeirra. Hagnýt verönd eykur flatarmál gámahúsanna og bætir við hentugu viðbótarrými.

EININGAHÚS

Einingahús úr timbri eru samsett úr tilbúnum einingum eins og veggjum, lofti og þaki sem eru gerðar úr lokuðum timburplötum. Þessar einingar eru framleiddar í verksmiðju þar sem þær er búnar gluggum og hurðum og búnar undir flutning. Uppsetning þeirra er framkvæmd með krana. Uppsetningartími þeirra fer eftir stærð hússins og lögun en tekur vanalega 3-7 daga. Á þeim tíma getið þið glaðst yfir þvi hversu hratt draumahúsið mun rísa.

VELDU VÖRU

Opnaðu vörulistann okkar, veldu tilboð sem ykkur þér líst best á. Kannaðu stærðir, flatarmál og fjölda einstaklinga sem tiltekin húsgerð er ætluð fyrir.

SENDU OKKUR FYRIRSPURN

Ef þú finnur ekki hús sem hentar þér 100% en þér líkar hins vegar við verkin okkar þá getur þú gert teikningu, þó það sé ekki nema handteiknað uppkast, gefið upp helstu stærðir, fjölda einstaklinga sem þú vilt koma þar fyrir, tilgreint innréttingar og sent okkur fyrirspurn. Teiknistofan okkar kannar hvernig hægt sé að laga hönnun þína að tækninni okkar og leggur mat á kostnað.

ÁKVEDDU UPPHÆÐ OG LEGGÐU INN PÖNTUN

Þú ákveður sjálf/ur hversu tilbúið húsið er sem þú færð afhent. Ef þú vilt bæta einhverju við og fjarlægja eitthvað þá er núna rétti tíminn til þess að gera það. Ef þú kemst að þeirri niðurstöðu að tilboðið uppfylli allar væntingar þínar þá undirbúum við fyrir þig samning til þess að skrifa undir.

VELDU HÚSIÐ BITT OG NJÓTTU BESS!

Húsið þitt er á leiðinni. Ekki gleyma að panta krana til þess að setja upp húsið. Þegar húsinu hefur verið komið fyrir á undirstöðunum er mjög auðvelt tengja vatn og rafmagn við húsið. Þú þarft aðeins innstungur og slöngur með köldu vatni. Þú getur tengt allt sjálfur ef allt hefur verið undirbúið í samræmi við leiðbeiningarnar. Og að lokum . . . Það eina sem þú getur gert er að gleðjast yfir nýja húsinu. Einfalt er það ekki?

HÚSIÐ ÞITT ER Í VINNSLU – UNDIRBÚÐU ÞIG

Pöntunin þín er í vinnslu. Við erum að undirbúa fyrir þig arkitektagögn sem innihalda óskir þínar og tillögur. Búin verður til ítarleg áætlun sem verður send til framleiðsludeildarinnar um leið og staðfesting á endanlegri hönnun hefur borist. Ganga verður frá öllum formsatriðum vegna byggingarleyfis áður en framleiðsla á húsinu hefst. Þú verður að sjá um að undirbúa undirstöður og leggja lagnir að eigninni á meðan framleiðslu hússins stendur. Að sjálfsögðu færð þú frá okkur skýringarmynd af undirstöðum sem sýnir skipulag og nákvæmar stærðir. Í gögnunum koma einnig fram staðirnir þar sem koma skal fyrir vatnslögnum, rafmagnstengjum og niðurföllum. Í millitíðinni biðjum við þig um að staðfesta litaval á gluggum, hurðum, veggjum, gólfi og húsgögnum.