SPURT OG SVARAÐ


1. Af hverju ættuð þið að velja okkur?
Síðan við hófum innreið okkar á erlenda markaði höfum við myndað viðskiptatengsl við mörg erlend fyrirtæki.

2. Bjóðið þið upp á hönnunarþjónustu?
Teymið okkar samanstendur af arkitektum og verkfræðingum. Við undirbúum handa ykkur arkitektateikningar, byggingarteikningar og framleiðsluteikningar sem eru studdar með viðeigandi útreikningum sem eru lagaðir að staðbundnum skilyrðum.

3. Hvernig get ég fengið verðhugmynd frá ykkur?
Velja þarf eina af okkar vörum úr vörulistanum okkar og tilgreina mögulega breytingu eða senda okkur einfalt uppkast, sem getur m.a.s. verið handteiknað, með grunnstærðum, tilgreindri klæðningu og innréttingum. Við sendum þér verðhugmynd sem samræmist staðlaðri tækni okkar.

4. Eruð þið með uppsetningarteymi?
Já, við erum með uppsetningarteymi sem starfar innanlands sem og utan landsteinanna.

5. Hvert sendið þið vörurnar ykkar?
Til allra landa Evrópu.

6. Hvers konar undirstöður þurfa að vera til staðar?
Tilbúnir steypustólpar eða húsgrunnsskrúfur. Fjöldi þeirra fer eftir stærð gámahúss og verkfræðingurinn okkar gefur alltaf upp fjölda. Setja þarf niður steypustólpa viku fyrir afhendingu en húsgrunnsskrúfur má setja niður degi fyrir afhendingu.

7. Hvernig gengur uppsetningarferlið fyrir sig?
Einingarnar koma á tvíhjóla aftanívagni og eru fjarlægðar af honum með krana.

8. Hvað kostnar flutningur?
Kostnaður við flutning fer eftir staðsetningu og stærð einingar. Kostnaður er reiknaður út sér fyrir hverja pöntun.

9. Hvernig eru þau byggðir?
Þau eru byggð með því að nota timburgrind sem er fyllt upp í með einangrun eða með tækni sem notast við krosslímt timbur (CLT).

10. Hverjar eru staðlaðir stærðir?
Breidd er 3 eða 3,5 metri og lengd er allt að 13 metrum. Mögulegt er að stækka grunnflöt með því að bæta við mismunandi einingum eða setja þau hlið við hlið.

11. Hvað er langt í að vara sé afhent frá því að skrifað hefur verið undir samning?
Afhendingartími er u.þ.b. þrír mánuðir sem fer þó eftir álaginu sem er framleiðsludeild á þeim tíma sem pöntun er gerð.

12. Er hægt að setja upp hús hvar sem er?
Já en leiðin að uppsetningarstað þarf að vera opin fyrir flutningabíla og krana. Ekki mega vera neinar hindranir á athafnasvæði krana og undirbúa þarf vel svæði meðfram vegum og fjarlægja trjágreinar.

13. Hvar er aðalskrifstofan ykkar?
Húsin eru framleidd í Póllandi og send þaðan til viðskiptavinar.

14. Þarf að gera einhverjar ráðstafanir á staðnum áður en vörur eru sendar?
Viðskiptavinur þarf að leggja lagnir og leiðslur (rafmagn, pípulagnir, gas) að staðnum þar sem húsið verður sett upp. Tengja þarf einnig hús við aðalaflgjafa og tengja vatns- og skólplagnir hússins við kerfi. Ef gert er ráð fyrir verönd og/eða kamínu í hönnuninni þarf að setja hana upp sér eftir afhendingu.

15. Notið þið vottað timbur?
Já, við notum FSC og PEFC vottað timbur.

16. Hvers konar upphitun er gert ráð fyrir í vörunum ykkar?
Við getum notað allar gerðir upphitunar en rafhitun er ákjósanlegust.